We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Sk​í​tugur Sj​ó​r

by Númer Núll

supported by
/
  • Streaming + Download

    Includes unlimited streaming via the free Bandcamp app, plus high-quality download in MP3, FLAC and more.
    Purchasable with gift card

      $7 USD  or more

     

1.
Brilljantín 02:24
Brilljantín Svart hárið Sleikt aftur Brilljantín Og dáralokkur fellur fram Á dýrðlegt enni hans Blöðrulóð Svartmáluð Búningur Hunangsflugu röndóttur Allt fyrir dýrðlegt enni hans Fyrir enni Dýrðlegt enni Hans Allt fyrir dýrðlegt enni hans
2.
Ef ég væri tveir Ef ég væri tveir Þá værum við sem eitt Því ég elska sjálfan mig Of mikið Einum of Ég vildi ég hefði skott Mjótt en nógu langt Til að svipa sjálfan mig Og halda jafnvægi Á mjórri línunni
3.
Hið fullkomna form Silfruðum speglagleraugum Fingur sýndi með demantshring Stakk sígarrettu í munn og söng svo Málmur gler Rakt blindsker Tíminn er hlaupinn frá mér en stendur kyrr og hvílist móður hjá þér Og stundaglas Stakk háum hæl í eyðimörk Og sandkorn féll úr krepptum hnefa Gammur himinn hringsólar Hrægammur himinn hringsólar Tíminn er hlaupinn frá mér en stendur kyrr og hvílist móður hjá þér
4.
Alkóhól 05:04
Alkóhól Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós Finn þig Sé þig Drukkna í augum þínum Fingur strjúka Brothætt glerið Myrkur í munni þínum Klofin tunga Vefst um höggtönn Ríddu snáknum í nótt Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós Dýft í alkóhól Hálsinn ilmar Fel mig í hári þínu Máluð augu Íllur andi Sofna í örmum þínum Klofin tunga Vefst um höggtönn Ríddu snáknum í nótt Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós Dýft í alkóhól Eiturgrænt absynth á skellinöðrutankinn Kristaltært vodka úr sturtuhaus Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós O ho aha vúhúú Ríddu snáknum Ríddu snáknum Ríddu snáknum í nótt Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós Dýft í alkóhól Ó eiturgræn norðurljós Og dimmrauð þurrkuð rós
5.
Útbrunnir Indíánar Við lágum í loftinu Hengum í sama horfinu Þegar í hug okkar datt hugmynd Um að kveikja í torfinu Við mynduðum þéttann hring Og dönsuðum allt í kring Bárum liti í andlitin Sendum merki út í himininn Himininn En bálið í miðjunni Breiddist út og tók á sig mynd Þess sem við óttuðumst allra mest Ólæknalegrar pestar Nú liggur reykur í loftinu Og aska á gólfinu Bálið er útbrunnið Litirnir afmáðir Afmáðir
6.
Skítugur sjór Þú ert úr neti og ég er skítugur sjór sem að skolast í gegnum þig Skopparabolti úr járni sem hefur verið þrykkt af stað Í hurðarlausum ferhyrndum klefa Ég ferðast á þér eins og þjóðvegi Ég ferðast á þér eins og þjóðvegi Ég ferðast og ég segi já já já já já Undirförull eins og kafbátur fell ég saman undan þrýstingi Ég er klessumynd af fiðrildi eftir árekstur við flutningabíl Hlaupandi um með opinn munn og ónýtann hraðamæli Engin skal í mig ná Logandi af þrá Aldrei skal nein mig fá Aðeins einn ég mig á Ég ferðast á þér eins og þjóðvegi Ég ferðast á þér eins og þjóðvegi Ég ferðast og ég segi já já já já já Með biðskyldu merki á nærbuxunum Ég snafsa mig á bensíni og týnist í þér eins og sandstormi Utan frá séð er ég í teningi Á borði klæddum mjúkum grænum dúk Í yfirgefnu spilavíti í Vegas Já já já já já já já já já já.........
7.
Sæjónara 04:23
Sæjónara Harakírí á góðum degi Svört silkislaufa um augun reyrð Halla mér upp að bonsaítré Og sígarettureykur hylur brosið Í óbyggðum Með munnhörpu og fjársjóðskistu Ekkert það er ekkert Sem fær mig til að snúa aftur Kamakasí ferð í stuttum skrefum Sem verða styttri á pappírsvegg Sé ég útlínur Skuggamynd þína Eldinn kveiki Horfi á þig koma í ljós Í óbyggðum Með munnhörpu og fjársjóðskistu Ekkert það er ekkert Sem fær mig til að snúa aftur Sæjónara Þín röntgenmynd föst við mitt skinn Í byssusigti sá ég þig fyrst Þú skaust þér inn í augastein minn Na na na na na na na na Og tattúeruð er játning mín Á handlegg þinn sem dýrmæt krossfesting Segðu öllum frá Að rótin breytist
8.
1,2 03:05
1,2 Rauður varalitur klíndur út á kinnar Reitt úfið hárið, reitt úfið Lakkaðar neglur Litaðar varir Augnskuggi Eplakinnar Rifnir netasokkar og háir hælar Blátt hlaup í krukku bíður á mælaborði Feitur vísifingur þakinn rjóma hverfur inní opinn munninn Smakk! Hálsinn opnast í frumstæðu villidýrsöskri Ég vil verða eins og hin dýrin Ég ríf, ég tæti utan af mér fötin Meðan heimurinn flagnar utan af mér 1,2 ,1,2 1,2 ,1,2 1,2

credits

released November 17, 2019

Mastered by Darius Van Helfteren at Amsterdam Mastering

license

all rights reserved

tags

about

Númer Núll Reykjavík, Iceland

Númer Núll is a 3 piece rock band formed in a small Icelandic fishing village by guitarist/singer Gestur Guðnason. The wheels started turning as the track "Hér á allt að fá að flæða" reached nr.1 on Radio X977 in Iceland and was later announced as one of the 100 most played tracks of the station. Gestur is also known for his work with Stórsveit Nix Noltes and Atónal Blús. ... more

contact / help

Contact Númer Núll

Streaming and
Download help

Report this album or account

If you like Númer Núll, you may also like: